Tap hjá Bakkavör

Tap, sem nam 23,4 milljónum punda, var á rekstri Bakkavarar Group á öðrum ársfjórðungi samanborið við 15,7 milljóna punda hagnað á sama tímabili í fyrra. Á fyrri helmingi ársins nam tapið 36,2 milljónum punda en  á fyrri hluta síðasta árs var 25,6 milljóna punda hagnaður.

Í tilkynningu frá félaginu segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri, að afkoman  fyrstu sex mánuði ársins sé í samræmi við væntingar stjórnenda. Sala hafi aukist á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir erfiðar aðstæður á mörkuðum, sem héldu áfram að hafa áhrif á afkomu félagsins, svo sem verðhækkanir á hráefni, aukinn orkukostnaður og gengisstyrking evru gagnvart pundi.

Aðrir þættir sem höfðu neikvæð áhrif voru kostnaður vegna hagræðingar í
framleiðslu félagsins á tilbúnum réttum, óhagstætt veður yfir sumarmánuðina í Bretlandi auk þess sem dró úr væntingum neytenda.

Ágúst segir, að áfram sé gert ráð fyrir  krefjandi viðskiptaumhverfi á síðari
hluta ársins en félagið muni áfram vinna að því að auka markaðshlutdeild sína, draga úr áhrifum verðhækkana á hráefni, auka skilvirkni og hagræða í rekstri. Gert er ráð fyrir að þetta muni skila félaginu ávinningi á næsta ári. 

Tilkynning Bakkavarar  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK