Fjármagnað að fullu út árið 2009

Frá kynningarfundi Exista.
Frá kynningarfundi Exista. mbl.is/Árni Sæberg

Exista er fjármagnað að fullu út árið 2009, þ.e. í 79 vikur, og er vel í stakk búið að standa af sér sveiflur á mörkuðum. Þetta kom fram í máli Lýðs Guðmundssonar, starfandi stjórnarformanns, á kynningarfundi í gær.

Exista er eitt fárra fyrirtækja sem færa ekki alla hlutabréfaeign sína á markaðsvirði í bækur, heldur reiknar fyrirtækið sér hlutdeild í afkomu finnska tryggingafélagsins Sampos og Kaupþings. Hlutur Exista í Sampo er 24,75% og hlutur félagsins í Kaupþingi er 19,98%. Lækkanir á hlutabréfamörkuðum hafa því ekki haft sömu áhrif á afkomu Exista og margra annarra félaga, sem eiga umfangsmiklar hlutabréfaeignir. Er bókfært virði hlutanna í Sampo og Kaupþingi t.a.m. 1,35 milljörðum evra hærra en markaðsvirði þeirra 30. júní. Eiginfjárhlutfall Exista var á fyrri helmingi ársins 37%, en séu allar eignir félagsins metnar á markaðsvirði er eiginfjárhlutfallið 21,5%.

Önnur stór eign Exista er tryggingafélagið VÍS, sem Exista á að fullu. Samsett hlutfall VÍS, þ.e.a.s. hlutfall iðgjalda á móti greiddum bótum var 113% á fyrri helmingi ársins, sem felur í sér að félagið greiddi meira út en það fékk inn. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, segir að markmiðið sé að ná þessu hlutfalli niður í 100%, en veður á fyrri helmingi ársins hafi valdið því að greiddar bætur hafi aukist. Þær hafi hins vegar lækkað þegar líða tók á sumarið.

Rætt hefur verið um viðskiptavild Exista og lækkaði hún um 28% á fyrri helmingi ársins í evrum talið. Engar afskriftir hafa hins vegar orðið á viðskiptavild á tímabilinu og greindi Lýður Guðmundsson frá því á fundinum í gær að fram hafi farið mat á viðskiptavildinni og ekki hafi verið talin ástæða til afskrifta. Kemur lækkunin á bókfærðri viðskiptavild til vegna þess að gengi krónu gagnvart evru, uppgjörsmynt Exista, hefur lækkað töluvert á tímabilinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK