Losa fjármagn til að borga Alcan

Námafyrirtækið Rio Tinto, eigandi Alcan á Íslandi, hyggst kanna möguleikann á því að selja burt kolanámuviðskipti sín í Norður-Ameríku til fyrirtækis að nafni Cloud Peak Energy. Viðskiptin yrðu gerð því augnamiði að losa fé til að verjast 137 milljarða dala fjandsamlegri yfirtöku BHP Billiton.

Kaup Cloud Peak Energy myndu fela í sér flestar eignir Rio Tinto í Ameríku, að því er kemur fram á vef Bloomberg. Enn á þó eftir að kanna allar hliðar málsins, samkvæmt tilkynningu frá Rio Tinto.

Í nóvember síðastliðnum kváðust talsmenn Rio Tinto vera að skoða möguleika sína um kolanámuviðskiptunum í Norður-Ameríku til að greiða niður skuldir vegna kaupa á Alcan á síðasta á ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK