Segja Landic hafa greitt yfirverð fyrir fasteignir

Danska viðskiptablaðið Børsen fullyrðir í dag, að íslenska fjárfestingarfélagið Landic Property hafi gert samning um að kaupa tvær stórar fasteignir af fjárfestingarfélaginu Stones Invest fyrir nærri tvöfalt hærra verð en þessar fasteignir eru metnar á. 

Landic seldi Stones félagið Keops Deveopment í vor á 367 milljónir danskr króna, að sögn Børsen. Jafnframt keypti Landic fjórar fasteignir á Jótlandi og Sjálandi af Stones fyrir 432 milljónir króna. Salan á Keops gekk til baka í síðustu viku eftir harðar deilur félaganna tveggja.

Børsen segir, að tvær þessara fasteigna hafi verið nýbyggð hús í  Ringsted og Køge. Landic Property er þinglýstur eigandi hússins í Ringsted og er kaupverðið skráð 169 milljónir króna. Sú sala mun nú ganga til baka með einum eða öðrum hætti. Jafnfram hafi verið samið um að Landic myndi kaupa jafn stóra fasteign í  Køge. Blaðið hefur eftir Michael Sheikh, framkvæmdastjóra hjá Landic, að matsverðið hafi verið um 170 milljónir króna.

Børsen bar þetta hins vegar undir þrjá óháða fasteignasala, sem þekkja til á þessum svæðum. Meta þeir fasteignirnar á 70-80 milljónir danska króna hvora. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK