Olíuverð hækkar af ótta við Gustav

HO

Verð á hráolíu til afhendingar í október hefur hækkað um 1,43 dali tunnan í dag og er 119,58 dalir í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York. Í gærkvöldi var lokaverð hráolíu 118,15 dalir tunnan á NYMEX en dagshækkunin var 1,88 dalir. Brent Norðursjávarolía hefur hækkað um 1,27 dali á markaði í Lundúnum í dag er nú 117,49 dalir tunnan af olíu til afhendingar í október.

Er það einkum ótti við afleiðingar hitabeltisstormsins Gustav sem hefur haft áhrif til hækkunar í dag. Stefnir stormurinn nú í átt að  vinnslustöðvum olíufélaganna í Mexíkóflóa.

Royal Dutch Shell hefur þegar flutt um 300 starfsmenn á brott af svæðinu og BP hefur hafið brottflutning starfsmanna af svæðinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK