Bréf Eimskips hækka um 12%

mbl.is/HAG

Hlutabréf Eimskips hafa hækkað um rúmlega 12% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í morgun. Má rekja það til yfirlýsingar um að fjárfestar undir forustu Björgólfsfeðga muni kaupa 207 milljóna dala kröfur, sem Eimskip ábyrgist, komi til þess að ábyrgðirnar falli á félagið.

Alls hefur hlutabréfavísitala kauphallarinnar hækkað um 0,13% í morgun. Gengi bréfa viðskiptabankanna þriggja og Straums-Burðaráss hefur hækkað: Landsbankans um 2,02%, Straums um 0,82%, Glitnis um 0,56% og Kaupþings um 0,43%. 

Gengi krónunnar hefur hins vegar haldið áfram að lækka í morgun og hafði nú fyrir stundu lækkað um 0,2% í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK