Markaðsvirði sameinaðs banka yrði 268 milljarðar

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Við sameiningu Byrs og Glitnis yrði til næst stærsti banki Íslands hvort sem horft er til markaðsvirðis eða eigna. Þannig yrði sameiginlegt markaðsvirði um 268 ma.kr. og eignir 4.091 ma.kr. en eignir Byrs væru 6% af hinu sameinaða félagi. Sameinaður banki væri með 18 útibú á höfuðborgasvæðinu og tvö á Akureyri til viðbótar þeim útibúum sem Glitnir rekur á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag.

Ef samningar nást milli stjórnenda Glitnis og Byrs er samruni háður samþykki eigenda, lánadrottna, fjármálaeftirlitsins og samkeppniseftirlitsins. Töluverð eignatengsl eru milli Glitnis og Byrs og því líklegt að stærstu eigendur standi ekki í vegi fyrir samruna. Samkeppniseftirlitið kannar nú hvort samruni SPRON og Kaupþings sé í samræmi við samkeppnissjónarmið. Líklegt má telja að ef samþykki fæst fyrir samruna þeirra muni samkeppniseftirlitið einnig gefa grænt ljós á samruna Byrs og Glitnis, samkvæmt Vegvísi Landsbankans.
 
Sameining Byrs og Glitnis myndi styrkja eiginfjárhlutfall Glitnis nokkuð en sameiginlegt eiginfjárhlutfall fyrirtækjanna yrði 11,9% en eiginfjárhlutfall Glitnis var við birtingu síðasta ársfjórðungsuppgjörs 11,2%. Hreint eigið fé myndi hækka verulega eða úr 5,5% af áhættugrunni í 6,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK