Forsætisráðherra á Nasdaq

Geir H. Haarde, forsætisráðherra lokaði Nasdaq markaðnum í kvöld
Geir H. Haarde, forsætisráðherra lokaði Nasdaq markaðnum í kvöld

Þrátt fyrir óróa á fjármálamörkuðum og óvissuástand urðu litlar breytingar á helstu hlutabréfavísitölum á Wall Street í kvöld. Dow Jones lækkaði um 0,21%, Standard & Poor's lækkaði um 0,20% og Nasdaq hækkaði um 0,11% en Geir H. Haarde, forsætisráðherra, lokaði Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í kvöld.

Geir er staddur í New York vegna allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna en atburðurinn fór fram við Nadaq MarketSite á Times Square í New York.

Engar breytingar urðu á verði hlutabréfa deCode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, í dag og var lokaverð þeirra 0,48 dalir. DeCode er eina íslenska félagið sem er skráð á bandarískan hlutabréfamarkað.

Hægt er að horfa á myndband frá athöfninni hér

Forsætisráðherrahjónin á Nasdaq í kvöld
Forsætisráðherrahjónin á Nasdaq í kvöld
Ísland var áberandi á Times Square í kvöld
Ísland var áberandi á Times Square í kvöld
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK