Seðlabanki Íslands ekki með

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Seðlabankar í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, auk Ástralíu, hafa gert samning um aðgang að lausu fé hjá bandaríska seðlabankanum til að auðvelda skammtíma fjármögnun í dollurum. Athygli vekur að íslenski seðlabankinn er ekki þátttakandi í samstarfinu.

Um er að ræða svokallaða gjaldeyrisskiptasamninga (currency swap lines) milli seðlabanka þessara ríkja og Bandaríkjanna. Samkvæmt Bloomberg fréttaveitunni hafa bankarnir aðgang að allt að 30 milljörðum dollara og á það að létta á þrýstingi á alþjóðlegum mörkuðum sem reiða sig á fjármögnun í þeim gjaldmiðli.

Þetta er sambærilegur samningur sem Seðlabanki Íslands gerði fyrr á árinu við þrjá norræna seðlabanka. Það veitti honum aðgang að 500 milljónum evra frá hverjum þeirra, alls 1,5 milljónum evra. 

Markmiðið með þessum aðgerðum er að auka traust og flæði á milli fjármálastofnana svo þær verði aftur tilbúnar að lána hver annarri í stað þess að hamstra gjaldeyri. 

Eftir að þetta var tilkynnt lækkaði álag á fjármögnun ástralska banka, sem var í hæsta gildi frá því að Bear Stearns fór á hliðina fyrir hálfu ári, samkvæmt Bloomberg.

Í gær ákvað norski seðlabankinn að bjóða þarlendum bönkum gjaldeyrisskiptasamninga til einnar viku. Er samningunum ætlað að auka flæði á norskum gjaldeyrismarkaði, en skortur hefur verið á gjaldeyri þar í landi undanfarna daga og verð hækkað mikið. Einkum hefur verið skortur á bandaríkjadölum og þurfti fyrir helgi að loka tímabundið fyrir gjaldeyrisviðskipti í kauphöllinni í Ósló vegna þess.

Sama ástand hefur ríkt á Íslandi og víðar. Fjármálastofnanir hér á landi eru tregar að lána gjaldeyri sín á milli. Seðlabankinn lánar enn sem komið er bara íslenskar krónur. Þessi staða er meðal annars orsök þess að ávinningur útlendinga af því að kaupa jöklabréf hefur minnkað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK