Hráolíuverð lækkar

Reuters

Verð á hráolíu til afhendingar í nóvember fór niður fyrir 105 dali tunnan í morgun þar sem fjárfestar eru farnir að efast um að björgunarpakkinn verði að raunveruleika í þeirri mynd sem vonir stóðu til um. Nemur verðlækkunin á hráolíu 3,37 dölum á tunnuna í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í New York og er 104,65 dalir tunnan. Í gærkvöldi hækkaði verð á tunnunni um 2,29 dali og var lokaverð hennar 108,02 dalir á NYMEX.

Í Lundúnum hefur verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í nóvember lækkað um 2,91 dal tunnan og er 101,69 dalir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK