Sameining í pípunum

Sjálfstæð skoðun fer fram í Landsbankanum annars vegar og Straumi fjárfestingarbanka hins vegar um hvort bankarnir standi sterkar saman en hvor í sínu lagi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er að vænta tilkynningar um niðurstöðuna í þessari viku.

Formlegar viðræður eru ekki hafnar. Meðal annars þarf að leita álits stórra lánveitenda bankanna á samrunanum og fá grænt ljós hjá þeim. Þá kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstöðu lánshæfismatsfyrirtækja sé að vænta á næstu dögum. Miklu máli skiptir hver lánshæfiseinkunn sameinaðs félags verður, til dæmis þegar sótt er um lánafyrirgreiðslu í seðlabönkum gegn veði í bankabréfum.

Samruni Landsbankans og Straums yrði til að styrkja eiginfjárgrunn, sem skiptir miklu máli nú í lausafjárkreppunni. Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson eru stórir hluthafar í báðum bönkunum.

Nýlega tilkynntu Glitnir og Byr sparisjóður um samrunaviðræður. Þá er Kaupþing að taka SPRON og Sparisjóð Mýrasýslu yfir og VBS og Saga Capital eru einnig að ræða samruna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK