Gengisvísitalan yfir 200 stig

Gengisvísitalan krónunnar er komin yfir 200 stig og er það í fyrsta skipti sem slíkt gerist. Gengisvísitalan stóð í 196,70 stigum við upphaf viðskipta og þýðir þetta að gengi krónunnar hefur veikst um 1,91% frá því viðskipti hófust klukkan 9:15 í morgun. Gengi Bandaríkjadals er 107,80 krónur, pundið er 192 krónur og evran 152,60 krónur. Veltan á millibankamarkaði nemur 16,9 milljörðum króna í morgun, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK