Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu

Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundinum í …
Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson koma af fundinum í stjórnarráðinu. mbl.is/Brynjar Gauti

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri, hittu Geir Haarde forsætisráðherra í stjórnarráðinu í kvöld. Fundurinn hófst um klukkan tíu og stóð í eina klukkustund.

Sigurður sagðist hafa dvalið erlendis undanfarið og viljað fara yfir stöðu efnahagsmála með forsætisráðherra. Aðspurður sagði hann að málefni Glitnis hefðu vissulega verið rædd en ekki aðkoma Kaupþings að því máli. Kaupin væru mál ríkisstjórnarinnar og þeir standi fyrir utan það.

„Við vorum að fara yfir málin almennt," sagði Sigurður. „Við vorum að segja honum frá hvernig við lítum á ástandið, bæði hér heima og á alþjóðlegum mörkuðum." Ástandið væri vissulega erfitt. Það þyrfti ekki að fara mörgum orðum um það.

„Nei, nei, ég held að það sé alltof snemmt að gera það," sagði Sigurður aðspurður um hvaða skoðun hann hefði á kaupum ríkisins í Glitni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK