Ekki hægt að taka út af Icesave í Bretlandi

Sparifjáreigendur sem ætluðu að taka fjármuni út af reikningum sínum í Icesave, netbanka í tenglum við Landsbankann í Bretlandi, hafi ekki getað unnið með reikninga sína á vefnum, að því er Times Online-fréttavefurinn greinir frá, og ekki getað tekið út af þeim.

Í tilkynningu á vefsvæði Icesave kemur fram að að við tæknilega örðugleika hafi verið að stríða síðasta hálfa sólarhringinn en tæknimenn hafi nú leyst vandamálið. Á hinn bóginn kemur frá á fréttavefnum að lesendur Times hafi skýrt frá því í morgun að á vefsvæðinu geti þeir nú skoðað reikninga sína en geti ekki tekið út af þeim.

Óróleikinn í tengslum við Icesave kemur í kjölfar viðburðaríkrar viku þar sem íslenska ríkisstjórnin hafi þjóðnýtt Glitni, ein af stærstu bönkum landsins, og hafi óskað eftir fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum og norrænum ríkjum til að styðja við fjármálalíf þjóðarinnar.

The Times Oneline hefur eftir talskonu Icesave að erfiðleikar hafi verið með vefinn í morgun en þeir eigi nú að vera komnir í lag og vefurinn eigi að virka eins og venjulega síðdegis en fylgst sé gaumgæfilega með honum.

Efsemdir um að innlánstryggingar nægi

Talskonan er sögð hafa bætt við að 5 milljarða punda innstæður um 200 þúsund breskra sparifjáreigenda séu tryggðar með samspili breskra og íslenskra innlánstryggingakerfa. Vilji svo ólíklega til að Icesave komist í þrot þá séu fyrstu 20.887 evrurnar (16.317 pundin), þ.e. liðlega 3,5 milljónir kr., tryggðar hjá íslenska innlánstryggingasjóðnum en það sem eftir standi af 50.000 punda innstæðu eigi að vera tryggðar af samsvarandi sjóði í Bretlandi.

Time Online segir hins vegar að efasemdarmenn setji spurningamerki við hversu vel íslenska innlánstryggingakerfið sé fært til að standa undir greiðslum þar sem ráði einungis yfir um 88 milljónum punda, 17,7 milljörðum króna meðan innlánin nemi alls 13 milljörðum punda, þ.e. 154 sinnum meira en nemur heildar innlánstryggingarfjárhæðinni.

Talskona Icesave staðhæfir hins vegar samkvæmt frétt að íslensk stjórnvöld hafi heitið því að tryggja allar innstæður að fullu. Efasemdarmenn setji spurningarmerki við hvort íslensk stjórnvöld séu í nokkurri aðstöðu til að tryggja innlán er nemi tvöfaldri landsframleiðslu landsins.

Icesave segir samkvæmt því er segir í frétt Times Online nánast útilokað að íslenska ríkisstjórnin verði ekki fær um að mæta skuldbindingum sínum á þessu sviði þar sem yfirvöld í þremur norrænum ríkum, Svíþjóð, Noregi og Danmörku - muni styðja við Ísland komi til slíks neyðarástands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK