Hollensk stjórnvöld tryggja hag Icesave reikningshafa

Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands Reuters

Hollenska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja allt að 20 milljörðum evra í stuðning við hollenskar fjármálastofnanir vegna fjármálakreppunnar. Segir fjármálaráðherra Hollands að stjórnvöld séu reiðubúin til þess að tryggja það að hollenskir sparifjáreigendur fái meirihlutann af innistæðu sinni inn á Icesave reikningum Landsbankans í Hollandi. Talið er að innistæður Hollendinga á Icesave reikningum séu um 1,6 milljarðar evra. 

Fjármálaráðherra Hollands, Wouter Bos, segir að þeir sem eigi fjármuni á Icesave muni á einn eða annan hátt fá sparifé sitt til baka upp að 100 þúsund evrum. Þetta kom fram í máli ráðherrans á blaðamannafundi í kvöld.

Segir í frétt AP fréttastofunnar að talið sé að meirihluti þess fjár sem Hollendingar eiga inni á Icesave reikningum falli undir ábyrgð íslenskra stjórnvalda en mikill efi sé um að þau ráði við að greiða það til baka. 


Merki Icesave
Merki Icesave
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK