Lundúnaborg tapar nær 9 milljörðum á þroti Kaupþings

Boris Johnson borgarstjóri í neðanjarðarlest í Lundúnum.
Boris Johnson borgarstjóri í neðanjarðarlest í Lundúnum. Reuters

Boris Johnson, borgarstjóri Lundúnaborgar, hefur staðfest að samgöngusvið borgarinnar hafi átt 40 milljón punda inn á reikningum hjá Kaupthing banka í Bretlandi sem nú er farinn í greiðsluþrot og sagt að leitað yrði allra leið til að endurheimta  þessa fjármuni að því er fram kemur í frétt The Guardian.

Johnson varaði við niðurskurði í fjárfestingum til samgöngukerfisins sem gæti lamað höfuðborgina og hvati ríkisstjórnina til fjárfestinga þrátt fyrir „ótrúleglegan“ 500 milljarða punda björgunarbakka fyrir bankana.

„Ég vil aðeins undirstrika það núna þegar ríkisstjórnin einbeitir sér að þessum forgangsmálum, og hugar að leiðum út úr kreppunni sem kann að vera leiðinni eða ekki, að það er algjör nauðsyn að við höldum áfram fjárfestingum samgönguinnviðum í Lundúnum," sagði Johnson og bætti við:

„Ef við ætlum okkur að koma okkur út úr þessu klúðri þýðir það fjárfestingar til langs tíma til að byggja upp borgina okkar til að gera hana ennþá meira aðlaðandi til að heimsækja og starfa í.“

Hann varaði við því að hætt yrði við endurnýjun neðanjarðarlestarkerfisins og að áform um Crossrail, lestartengikerfi milli austur og vestur Lundúna, yrðu lögð á hilluna myndu grafa undan borginni. „Það er afar mikilvægt að fólk í stjórnsýslunni hafi skilning á því.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK