Birna verður væntanlega bankastjóri Glitnis

Birna Einarsdóttir
Birna Einarsdóttir

Birna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Glitnis, mun væntanlega taka við sem bankastjóri Glitnis, samkvæmt heimildum mbl.is. Eins og fram hefur komið hefur Fjármálaeftirlitið á grundvelli neyðarlaga tekið yfir rekstur Glitnis líkt og hinna viðskiptabankanna.Sérstök skilanefnd hefur tekið við öllum heimildum stjórnar Glitnis. Ekki hefur verið tilkynnt opinberlega um ráðningu Birnu í starf bankastjóra en samkvæmt heimildum mbl.is verður það gert síðar í dag.

Birna hóf störf hjá Íslandsbanka, forvera Glitnis, haustið 2004 sem framkvæmdastjóri sölu og markaðsmála.

Birna starfaði áður um sex ára skeið að markaðsmálum hjá Royal Bank of Scotland. Hún var markaðsstjóri Íslandsbanka á árunum frá 1994 - 1997 og um hríð einn af útibússtjórum bankans. Hún hefur jafnframt starfað sem markaðsstjóri Íslenska útvarpsfélagsins - Stöðvar 2 og Íslenskra getrauna.

Birna er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Edinborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK