Straumur hættir við kaup á félögum Landsbanka

Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hefur rift kaupum á meirihluta af erlendri starfsemi Landsbankans á sviði fyrirtækjaráðgjafar og verðbréfamiðlunar, sem kynnt voru í síðustu viku.  Um var að ræða 100% hlut í Landsbanki Securities  og Landsbanki Kepler og 84% hlut Landsbankans í Merrion Landsbanki. Kaupverðið var 380 milljónir evra.

Straumur segir í tilkynningu, að ljóst sé að Landsbankinn sé ekki í aðstöðu til að standa við ákvæði kaupsamningsins sem gerður var eftir að  Fjármálaeftirlitið ákvað að taka yfir vald hluthafafundar Landsbankans og víkja félagsstjórn í heild sinni frá störfum og skipa skilanefnd, sem tók við öllum heimildum stjórnar Landsbankans þegar í stað. Einnig hafi  stjórnvöld í Bretlandi tilkynnt í vikunni að þau hafi gripið til ráðstafana í því skyni að frysta eigur Landsbankans í Bretlandi.
 
Af þessum sökum hafi Straumur í dag tilkynnt Landsbankanum um riftun á kaupsamningnum.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is hefur Straumur fengið það staðfest hjá forstjóra Fjármálaeftirlitsins, að ekki séu áform um það á þessari stundu,  að beita neyðarlögunum, sem sett voru á Alþingi sl. mánudag, til að grípa inn í rekstur Straums.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK