Verðhrun á Evrópumarkaði

Hrun hefur orðið á hlutabréfaverði í morgun eftir að kauphallir voru opnaðar í Evrópu og gerist það í kjölfar mikillar lækkunar á Wall Street og í Asíu. FTSE 100 hlutabréfavísitalan í Lundúnum lækkaði um 9,8% í morgun, DAX vísitalan í Frankurft um 9,89% og CAC í París um 9,86%.

Mikið verðfall hefur einnig orðið í norrænum kauphöllum. Í Ósló er lækkunin 7,3%. Í Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Helsinki er lækkunin nú um 4,6% en vísitölur hafa aðeins verið að hækka á ný. 

Um tíma í nótt hafði Nikkei vísitalan í Tókýó lækkað um 11% en náði sér aðeins á strik undir lok viðskiptadags og endaði í 9,6% lækkun, þeirri mestu á einum degi frá árinu 1987. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 7% og Straits Times vísitalan í Singapúr um 6,6%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK