Úrvalsvísitalan 715 stig

Viðskipti hófust á ný í Kauphöll Íslands klukkan tíu í morgun. Stendur Úrvalsvísitalan í 715 stigum en var 3.004 stig á miðvikudag þegar lokað var fyrir viðskipti með hlutabréf. Um áramót stóð vísitalan í 6.318 stigum. Mjög erfitt er að reikna út allar breytingar á vísitölunni hlutfallslega þar sem bankarnir þrír hafa verið núllstilltir en sé miðað við breytingu frá síðasta lokagildi vísitölunnar er hlutfallsleg lækkun hennar yfir 70%.

Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands hafa engin viðskipti átt sér stað með Bakkavör og Emskip en litlar lækkanir hafi verið á bréfum Nýherja, Icelandair, Marels og Össurar.

Í gær var tilkynnt um að hlutabréf viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans yðru núllstillt. Síðan hefur stjórn Landsbanka Íslands hf. (skilanefnd) farið þess á leit við Kauphöll Íslands að skrá hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. verði tekin úr viðskiptum.

Engin viðskipti er hægt að eiga með hlutabréf viðskiptabankanna, Exista, Straums og SPRON í Kauphöll Íslands.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan hækkað um 10,28%, Kaupmannahöfn 7,33%, Helsinki 5,19% og Stokkhólmi um 5,51%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur hækkað um 6,01%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK