Fatið niður fyrir 70 dollara

Lægra verð á olíu á alþjóðamörkuðum skilar að lokum í …
Lægra verð á olíu á alþjóðamörkuðum skilar að lokum í lægra verði til neytenda. Jim Smart

Fatið af olíu fór í dag niður fyrir 70 dollara í fyrsta skipt í sextán mánuði. Aðildarríki af OPEC kölluðu um leið til neyðarfundar til að ræða mikið verðfall á olíu að undanförnu.

Á fréttavef New York Times kemur fram að stjórnendur fyrirtækja sem selja olíu á alþjóðamarkaði séu orðnir hræddir um að frekari verðlækkanir muni ógna stöðugleika á orkumörkuðum.

Verðið hefur ekki verið lægra síðan í júní 2007 en þá fór heimsmarkaðsverð á fati af olíu niður fyrir 70 dollara.

Fatið af olíu hefur hækkað mikið á síðustu árum. Á vormánuðum árið 2003 kostaði fatið af olíu 25 dollara en það fór hæst í 147 dollara í júlí á þessu ári. Síðan þá hefur það fallið hratt. Skýringin er fyrst og fremst sögð vera minnkandi eftirspurn meðal annars vegna samdráttar víða um heim, sem skýrist meðal annars af því að lítið fé er í umferð. Af þeim ástæðum hefur dregið úr framkvæmdum víða þó það sé breytilegt eftir heimshlutum.

Líklegt má telja að söluverð á bensínstöðvum víða um heim muni lækka á næstunni vegna verðfallsins að undanförnu. Hér á landi vegur veiking krónunnar, og órói á gjaldeyrismörkuðum, að einhverju leyti á móti lægra innkaupsverði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK