Vanskil af samúræjabréfum

Kaupþing er væntanlega fyrsti bankinn í Evrópu sem lendir í vanskilum með svokölluð samúræjabréf sem voru á gjalddaga í dag, sem svara til svonefndra jöklabréfa hér. Greiðslan sem féll á gjalddaga í dag nemur 50 milljörðum japanskra jena, eða um 56 milljörðum íslenskra króna miðað við skráð gengi. Bloomberg fréttastofan greinir frá þessu.

Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi þá verður ekki greitt af skuldabréfum bankans á meðan hann er enn til meðferðar hjá skilanefnd Fjármálaeftirlitsins. Ekki sé hægt að mismuna kröfuhöfum og greiða einum en ekki öðrum. 

Í frétt Bloomberg er haft eftir tveimur ónafngreindum fjárfestum sem eiga hlut í skuldabréfunum sem Kaupþing á að greiða af, að greiðslur frá bankanum hafi enni ekki borist. Bankinn hefur hins vegar sjö daga frá deginum í dag til greiða af skuldabréfunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK