Vara við Sterling

mbl.is/Júlíus

Norska ferðaskrifstofan Berg-Hansen varar viðskiptavini sína við að kaupa farseðla með flugfélaginu Sterling sem er í eigu íslenska félagsins Northern Travel Holding. Þetta kemur fram á vefsíðu Aftenposten.

Frá mánudegi til miðvikudags hafði ferðaskrifstoafan, sem er sú næststærsta í Noregi lokað alfarið fyrir pantanir hjá flugfélaginu fyrir viðskiptavini sína. Nú hefur aftur verið opnað fyrir sölu eftir að grafist var fyrir um stöðu félagsins. „Við höfum hætt að selja hópferðir fyrir fleiri en tíu hjá Sterling,“ segir talsmaður ferðaskrifstofunnar, stofan vilji ekki taka áhættuna á því að sitja uppi með miðana lendi flugfélagið í erfiðleikum.

„Ég held að Sterling sé ekki í neinni hættu eins og er en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum er félagið að draga úr flugi. Við skynjum að félagið á í vandræðum vegna efnahagsástandsins og að það er að missa markaðshlutdeild. Við viljum því vernda okkar viðskiptavini,“ segir Villadsen, forstjóri ferðaskrifstofunnar Berg-Hansen.

Talsmaður VIA Travel Group, stærstu ferðaskrifstofu Noregs segir fyrirtækið i viðbragðsstöðu. Hún sé tilbúin að loka á viðskipti vakni grunur um að illa gangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK