Starfsmenn DnB grunaðir um innherjasvik

Rune Bjerke, bankastjóri DnB Nor.
Rune Bjerke, bankastjóri DnB Nor.

Efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar gerði í morgun húsleit á skrifstofum bankans DnB Nor Bank, stærsta banka Noregs. Hafa tveir starfsmenn bankans, sem störfuðu við verðbréfamiðlun, verið handteknir, grunaður um að hafa brotið lög um verðbréfaviðskipti í tengslum við sölu á ríkisskuldabréfum.

Málið tengist, að sögn viðskiptavefjar Aftenposten, tillögum norskra stjórvalda um aðgerðaráætlun til varnar norskum fjármálafyrirtækjum, sem kynnt var að kvöldi sunnudagsins 12. október. Fimmtudaginn og föstudaginn áður seldi DnB Nor ríkisskuldabréf og hagnaðist um 20-40 milljónir norskra króna á sölunni.

Þetta hafi vakið grunsemdir um, að bankinn hafi nýtt sér innherjaupplýsingar um það sem í vændum var. Rune Bjerke, forstjóri DnB Nor, er náinn vinur Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra, og vitað er að þeir skiptust á SMS-boðum um þessa helgi.

Norska ríkið á 34% í DnB NOR en bankinn var þjóðnýttur í bankakreppunni eftir 1990 og er langstærsti banki landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK