Fullyrðingar Darlings dregnar í efa

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands.
Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands. Reuters

Bresk dagblöð segja í dag, að útskrift, sem birtist í gærkvöldi í Kastljósi Sjónvarpsins af samtali Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, grafi undan fullyrðingum Darlings um að Íslendingar hafi neitað að bæta breskum sparifjáreigendum af falli Landsbankans. 

Bæði blöðin The Times og Financial Times segja, að útskriftin styðji ekki þær fullyrðingar Darlings í breska útvarpinu BBC að morgni 8. október, að íslensk stjórnvöld ætli ekki að standa við skuldbindingar sínar. 

Financial Times segir að Árni fullyrði hvergi að Ísland muni ekki uppfylla skuldbindingar sínar. 

Blaðið hefur eftir talsmanni breska fjármálaráðuneytisins, að breska ríkisstjórnin hafi lýst því ítrekað yfir, að sú ákvörðun að vernda hagsmuni breskra sparifjáreigenda sem áttu innistæður í íslenskum bönkum hafi verið tekin eftir víðtækar samræður við íslensk stjórnvöld.

Talsmaður ráðuneytisins sagði hins vegar við mbl.is 9. október að Darling hafi metið það þannig eftir símtalið við Árna 7. október, að ekki fengjust bætur vegna innistæðna á Icesave reikningum.  Efnislega hafi hann skilið íslenska fjármálaráðherrann þannig að breskir sparifjáreigendur myndu tapa peningum sínum.

Samtal Árna og Darling

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK