Spá 15,7% verðbólgu í október

Hækkun verðlags í október mun verða 2%, gangi spá greiningardeildar Kaupþings eftir, og þýðir það að tólf mánaða verðbólga verður 15,7%. Segir í verðbólguspá greiningardeildarinnar að verðbólga muni hins vegar ekki ná hámarki fyrr en í fyrsta lagi á fyrsta fjórðungi 2009.

Óvissa um verðlagsþróun er meiri nú en oft áður að mati greiningardeildarinnar og hætta á frávikum mikil. 

Veikist gengi krónunnar ekki frekar megi búast við að verulega hægi á mánaðarhækkunum verðbólgu á seinni hluta árs 2009. Þó séu litlar líkur á að tólf mánaða verðbólga verði í námunda við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans fyrr en í upphafi árs 2010.

Snarminnkandi eftirspurn

Er í spánni ekki gert ráð fyrir að veiking krónunnar nú muni skila sér jafn greiðlega út í verðlag og gerðist í vor. Ástæðan sé annars vegar að eldsneytisverð og kostnaður vegna íbúðakaupa séu nú til lækkunar verðlags. Þá hafi orðið breyting á aðstæðum kaupmanna, sem gæti haft áhrif á verðlagningu. Kaupmenn hafi ekki óhindrað aðgengi að gjaldeyri til að innleysa vörur og nokkuð sé um að því hafi verið frestað að taka inn nýja vöru. Því gæti orðið meiri töf en venjulega á áhrifum gengisveikingar á verðlag.

Þá sé ljóst að snarminnkandi eftirspurn neytenda dragi úr hvata kaupmanna til verðhækkana.

Verðbólguspá greiningardeildar Kaupþings (.pdf skjal).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK