Starfsmenn Sterling reiðir

Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli.
Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli. mbl.is/GSH

Starfsmenn danska lággjaldaflugfélagsins Sterling eru afar gramir vegna þess, að þeir fá ekki greidd laun um mánaðamótin. Formaður félags flugliða Sterling sakar eigendur flugfélagsins um svik við starfsmenn, sem þurfa nú að leita til tryggingasjóðs launa. Alls vinna um 1100 manns hjá Sterling.

„Þetta er sorgardagur," hefur fréttavefurinn Take Off eftir Ursulu Bresemann, formanni félags flugliða Sterling. Hún segir, að vonast hafi verið lausn á vanda félagsins fram á síðustu stundu en stjórn Sterling ákvað í nótt að óska eftir gjaldþrotaskiptum í dag. 

„Ég er mest vonsvikin yfir því, að við fáum ekki mánaðarlaunin okkar. Við hefðum átt að fá útborgað fyrir október á morgun en Sterling hefur nú beðið Multidata, sem sér um útborgun launanna, um að halda peningunum eftir," segir hún og sakar Pálma Haraldsson, eiganda Sterling um að svíkja starfsmenn.

Nú er nýhafinn fundur með starfsmönnum í höfuðstöðvum Sterling. „Ég reikna ekki með því að við fáum miklar upplýsingar. Þetta verður örugglega stuttur fundur og síðan hverfa íslensku eigendurnir frá Danmörku  og við, starfsfólkið, verðum bjargarlaus," segir hún.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK