30 billjóna björgunarpakki í Japan

Taro Aso.
Taro Aso. Reuters

Taro Aso, forsætisráðherra Japans, boðaði í dag að lagðar yrðu 30 billjónir jena, jafnvirði 37 billjóna króna, til að örva efnahagslífið. Í aðgerðunum felst að lítil og meðalstór fyrirtæki fá hagstæð lán, vegatollar verða lækkaðir og fjölskyldur fá sérstakar greiðslur til að auka einkaneyslu.

Aso sagðist einnig íhuga að hækka neysluskatta.

Ekki kom fram hjá forsætisráðherranum hvenær næstu þingkosningar verða haldnar en þær þarf að halda fyrir næsta september.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK