Lítill áhugi á kaupum á FIH

Lítill áhugi er sagður vera innan norræna stórbanka á að kaupa danska bankann FIH Erhvervsbank, sem er í eigu Kaupþings og var settur að veði fyrir 500 milljóna evra láni Seðlabankans til Kaupþings skömmu áður en íslenski bankinn féll. Það jafngildir tæpum 90 milljörðum íslenskra króna. FIH lækkaði afkomuáætlun sína fyrir árið í dag.

Danska viðskiptablaðið Børsen segir í dag, að sænski bankinn SEB sé sá eini, sem enn sýni FIH áhuga. Fyrir hálfum mánuði var danski bankinn metinn  á  7 milljarða danskra króna, jafnvirði 140 milljarða íslenskra króna, en að sögn Børsen telur fjárfestingarbankinn JP Morgan nú að raunhæft verð nú sé um 2 milljarðar danskra króna, jafnvirði 41 milljarðs íslenskra króna.

Børsen segir, að danskir lífeyrissjóðir og fjárfestingarsjóðirnir JC Flowers og Nordic Capital hafi skoðað sameiginlega yfirtöku á FIH.

Stjórnendur FIH Erhvervsbank segja í ársfjórðungsuppgjöri, sem birt er í dag, að bankinn muni komast í gegnum fjármálakreppuna án vandamála og lausafjárstaða bankans sé góð. Afkomuáætlun fyrir árið hefur hins vegar verið lækkuð úr 800 milljónum danskra króna í 6-700. Það sem af er árinu nemur hagnaður bankans eftir skatta 471 milljón danskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK