Verulegur samdráttur í fasteignasölu

Verulega hefur dregið úr fasteignaviðskiptum á landinu.
Verulega hefur dregið úr fasteignaviðskiptum á landinu. mbl.is/Frikki

Alls var 59 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 24. október til og með 30. október. Heildarveltan var 1.628 milljónir króna en í vikunni 26. október til 1. nóvember í fyrra var heildarveltan 4.622 milljónum meiri eða 6.250 milljónir króna. Síðustu fjórar vikur hefur 267 kaupsamningum verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu en á sama tímabili í fyrra voru þeir 800 talsins, 533 fleiri en nú.

Í vikunni sem er að líða voru 50 samningar um eignir í fjölbýli, 6 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Meðalupphæð á samning var 27,6 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins.

Engin fasteign seld á Akureyri

Á sama tíma var engum kaupsamningi þinglýst á Akureyri.

Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 3 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 72 milljónir króna og meðalupphæð á samning 18,1 milljónir króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK