Fyrsta verk að koma „krónulufsunni" í gang

Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur hjá Nýja Landsbankanum, sagði í opnum félagsfundi SVÞ í morgun að fyrsta verkefni stjórnvalda til að koma Íslendingum út úr kreppunni væri að koma „krónulufsunni" í gang, eins og hún orðaði það. Við núverandi aðstæður væri gengi krónunnar illa ákveðið og hún algjörlega óþekkt stærð. Þetta væri nú að smitast út í efnahagslífið.

Edda Rós sagði mörg fyrirtæki nú glíma við mikinn vanda og raunveruleg áhrif kreppunnar myndu koma fram á næstu vikum.
Hún sagði aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, IMF, algjört lykilatriði og lán þaðan myndi aðvelda samninga við aðra lánadrottna. Öðruvísi kæmist alþjóðlegt greiðslukerfi ekki í gang. Við þessar aðstæður væri íslenska krónan í rauninni dauð, og þær lausnir sem þyrfti að grípa til strax væru í raun bráðabirgðalausnir. ,,Í mínum huga er krónan dauð og mér finnst ekkert mál að fylgja öldnum félaga til grafar," sagði Edda Rós.

Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, tók þátt í umræðum að loknu erindi Eddu Rósar. Líkt og hún sagði hann það vera fyrsta verkefnið að fá raunverulegt verð á íslensku krónunnar. Til þess yrði að skapast samstaða og stjórnvöld og Seðlabankinn hefðu ekki verið að ganga í takt. Ný peningamálastefna væri forsenda þess að allir fengju trú á framtíðina. ,Hreinsa þarf upp það sem miður fór hjá okkur," sagði Lúðvík m.a.

Edda Rós Karlsdóttir
Edda Rós Karlsdóttir Golli Kjartan Þorbjörnsson
Lúðvík Bergvinsson.
Lúðvík Bergvinsson. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK