Vextir lækkaðir í S-Kóreu

Kang Man-soo, fjármálaráðherra S-Kóreu er ekki bjartsýnn á ástandið í …
Kang Man-soo, fjármálaráðherra S-Kóreu er ekki bjartsýnn á ástandið í landinu Reuters

Bankastjórn Seðlabanka Suður-Kóreu lækkaði vexti í dag og er það í þriðja skiptið á tæpum mánuði sem vextir eru lækkaðir þar í landi. Vextir í endurhverfum viðskiptum við banka voru lækkaðir í 4% en voru 4,25%. Um er að ræða vikulán Seðlabankans til fjármálastofnana. Vextirnir hafa ekki verið jafn lágir síðan í júní 2006.

Fjöldi seðlabanka lækkuðu vexti í gær. Má þar nefna Englandsbanka, Seðlabanka Evrópu, þann danska, svissneska og tékkneska. Hins vegar héldust stýrivextir Seðlabanka Íslands óbreyttir í 18%.

Segir í yfirlýsingu bankastjórnar Suður-Kóreu að efnahagslíf landsins sé í lægð, hlutabréfaverð hefur hríðlækkað og fjöldi fyrirtækja í erfiðleikum með að fjármagna sig. Kospi vísitalan hækkaði í kauphöllinni í Seúl í morgun eftir að tilkynnt var um vaxtalækkunina. Nam hækkunin 3,9% en fyrr um daginn hafði hún lækkað um 4,9%. Kospi vísitalan hefur lækkað um 40% það sem af er ári. Jafnframt hefur gjaldmiðill landsins, won, lækkað um tæp 30% á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK