Vandi vegna Íslands

Þýskir bankar leita nú til yfirvalda
Þýskir bankar leita nú til yfirvalda Reuters

Stærsti svæðisbundni banki Þýskalands, Landesbank Baden-Württemberg er með 1 milljarð evra bundinn í lánum á Íslandi samkvæmt upplýsingum dagblaðsins Süddeutsche Zeitung.

Talsmaður bankans sagði AFP fréttastofunni að bankinn væri að íhuga það alvarlega hvort farið yrði fram á fjárhagsaðstoð frá þýskum yfirvöldum. Fjárfestingar bankans á Íslandi eru af Süddeutsche Zeitung sagðar ein líklegasta ástæðan fyrir slæmri stöðu bankans.

Fleiri þýskir bankar eru í vandræðum vegna lána til íslenskra banka og má þar nefna ríkisbankann KfW sem talinn er hafa tapað 288 milljónum evra í viðskiptum við íslenska banka og BayernLB sem á að hafa fjárfest fyrir 1,5 milljarð evra á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum Süddeutsche Zeitung hefur þurft að afskrifa allt að helming fjárhæðarinnar hjá Bayern LB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK