Ísland stendur frammi fyrir gjaldþroti

Reuters

Hagfræðileg rök fyrir kröfu breskra og hollenskra stjórnvalda um að íslenska ríkið greiði upp allar innistæður á Icesave reikningum Landsbankans eru vafasöm að mati Jóns Daníelssonar, hagfræðings.

Í grein, sem birtist á vef breska blaðsins Financial Times segir hann innistæðurnar slaga hátt í verga þjóðarframleiðslu Íslands og því sé erfitt að sjá hvernig íslenska ríkið ætti að geta staðið undir slíkum kröfum.

Harkalegar kröfur 

Segir hann að geta Íslands til að standa við skuldbindingar sínar sé háð styrk íslenska hagkerfisins. Alþjóðleg fjárhagsaðstoð virðist vera þeim skilyrðum háð að Íslendingar samþykki að greiða það sem Bretar og Hollendingar krefjast að þeir greiði og því sé líklegt að Ísland neyðist til að ganga að þeim skilyrðum þótt nokkuð sé á reiki hvort þeim beri lagaleg skylda til þess. Því miður gæti samkomulag á þeim grunni leiða til gjaldþrots íslensku þjóðarinnar.

Sé ekki hægt að ná fram skynsamlegri niðurstöðu í deilunni væri betra ef aðilarnir þrír létu dómstóla skera úr um réttindi og skyldur í stað þess að knýja fram lausn með valdi, eins og gert sé nú.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK