Dótturfélag Skipta gerir samning í Slóveníu

Hreinn Jakobsson
Hreinn Jakobsson

Ríkisstjórn Slóveníu bauð út á evrópska efnahagssvæðinu kaup á eftirlitskerfi með skipaflota sem siglir í slóvenskri lögsögu.  Á grundvelli tilboða sem bárust í útboðið var gengið til samninga við Sirius IT, dótturfélag Skipta í Danmörku.

Hreinn Jakobsson, stjórnarformaður Sirius IT, segir í fréttatilkynningu þetta afar ánægjulega niðurstöðu fyrir félagið. „Eftirlitskerfið sem nefnist V-track er hannað til að fylgjast með allri skipaumferð á tilteknu svæði, ekki ósvipað því sem notað er við flugumferðastjórn. Kerfið uppfyllir alla staðla sem Evrópusambandið setur á slík eftirlitskerfi og nú þegar eru fleiri Evrópusambandslönd að skoða þetta kerfi til innleiðingar enda skýrar reglur um að öll Evrópusambandsríkin sem hafi lögsögu á sjó þurfi að hafa eftirlit með allri skipaumferð innan sinnar lögsögu.“

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK