Grundvöllur að samkomulagi

Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
Dominique Strauss-Kahn framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins REUTERS

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur náð samkomulagi umsókn Íslands.  Málið verður afgreitt á miðvikudag. Þetta er haft eftir Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra sjóðsins, á vef franska blaðsins Le Figaro í dag. Heimild blaðsins er AFP fréttastofan.

Haft er eftir Strauss-Kahn að gengið verði frá áætluninni varðandi Ísland á næsta stjórnarfundi sjóðsins á miðvikudaginn kemur. Kominn sé grundvöllur að staðfestingu á samkomulagi. Hann mun hafa sagt þetta að loknum fundi G20 ríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK