Gengi bréfa deCODE aldrei lægra

Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar.
Höfuðstöðvar Íslenskrar erfðagreiningar.

Gengi á hlutabréfum deCODE, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, lækkaði í dag um 37% á bandaríska Nasdaq verðbréfamarkaðnum og er 17 sent. Hefur gengi bréfanna aldrei verið lægra frá því þau voru skráð á Nasdaq markaðinn árið 2000. Um tíma í dag fór gengið niður í 15 sent.

Markaðsvirði deCODE er nú aðeins 10,5 milljónir dala, jafnvirði 1,48 milljarða króna.  Nasdaq setti hlutabréf deCODE á athugunarlista í byrjun október vegna þess að markaðsvirði félagsins hafði þá verið undir 50 milljónum dala 10 viðskiptadaga í röð en það markaðsvirði er lágmark, sem Nasdaq setur fyrir skráningu á svonefndan Global Market.

Útboðsgengi deCODE var 18 dalir á hlut í hlutafjárútboði sem fór fram árið 2000 áður en bréfin voru skráð á Nasdaq. Fyrsta viðskiptadaginn á Nasdaq fór gengið upp í 31,5 dal á hlut en fór ört lækkandi eftir það. Áður hafði gengi bréfa í deCODE á gráa markaðinum hér heima farið yfir 60 dali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK