Saga Sterling öll

Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli.
Flugvél Sterling á Kastrupflugvelli. mbl.is/GSH

Ljóst varð nú síðdegis, að saga danska lággjaldaflugfélagsins Sterling er öll en danski fjárfestingarsjóðurinn Axcel, sem átti í viðræðum við skiptastjóra þrotabús flugfélagsins um kaup á rekstrinum, féll í dag frá áformum um kaupin. 

430 starfsmenn, sem enn voru með gildan ráðningarsamning við félagið, munu nú fá bréf þar sem þeim er tilkynnt að þeir séu lausir allra mála.

Pernille Bigaard, einn af skiptastjórum þrotabúsins, segir að nú  verði reynt að tryggja hagsmuni kröfuhafa í þrotabúið með því að selja þær eignir sem hægt er að koma í verð.

Að sögn skiptaráðendanna hafa hugsanlegir kaupendur einkum horft til þess hversu hratt sala farmiða geti komist í viðunandi horf. Útlitið á flugmarkaði sé hins vegar ekki sérstaklega bjart um þessar mundir.

Sterling Airlines var stofnað árið 1962 af þeim Eilif Krogager, sem einnig stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg Rejser og Jørgen Størling. Félagið byrjaði með tvær DC-6B skrúfuþotur sem notaðar voru til að fljúga með Dani til Kanaríeyja.

Árið 1986 var Sterling keypt út úr Tjæreborgsamsteypunni og varð sjálfstætt flugfélag. Það varð gjaldþrota árið 1993 en endurreist og árið 1995 komst það í eigu norska félagsins  Fred Olsen Line.

Pálmi Haraldsson keypti Sterling fyrir tæpa 5 milljarða króna árið 2005 og yfirtók skömmu síðar lágjaldafélagið Maersk Air, sem var í eigu  A.P. Møller-Mærsks. Félögin voru sameinuð. Í ársbyrjun 2006 keypti FL Group Sterling fyrir tæpa 15 milljarða króna og seldi það síðan aftur í desember 2006 til félagsins Northern Travel Holding, sem var m.a. í eigu FL Group og Fons. Fons eignaðist síðan Sterling að fullu í ágúst á þessu ári. Stjórn félagsins óskaði síðan eftir gjaldþrotaskiptum 29. október.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK