Verklagsreglur brotnar við lánveitingar

Höfuðstöðvar Glitnis.
Höfuðstöðvar Glitnis. mbl.is/ÞÖK

Helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans í Glitni, FL Group, brutu allar verklagsreglur við lánveitingar í nokkrum tilvikum í fyrrahaust. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðins.

Fram kemur, að lánveitingar upp á marga tugi milljarða króna voru ákveðnar af örfáum mönnum án þess að áhættumat færi fram eða að um þær væri fjallað í lánveitinganefnd bankans. Líklegt er talið að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum.

Í fréttaskýringunni er m.a. rakið laumuspil Glitnis með helstu eigendum FL Group sem gekk út á viðskipti með bréf í FL Group þar sem Glitnir var seljandi og laumufélag,  FS37 ehf.,  með leynieigendur á vegum stærstu hluthafanna var kaupandi.

Fram til 15. nóvember í fyrra hafði Glitnir verið að kaupa öll bréf í FL Group sem voru á markaði til þess að reyna að halda uppi gengi bréfa í FL Group og þegar  FS37 ehf. keypti 4,11% í FL Group var Glitnir banki kominn með 3,59% hlut í FL. FS37 fékk síðar nafnið Stím.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK