Unnið á kreppunni á 18 mánuðum

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á fundi APEC í Lima.
George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, á fundi APEC í Lima. Reuters

Leiðtogar aðildarríkja APEC, fríverslunarbandalags Asíu- og Kyrrahafsríkja, segja í lokayfirlýsingu fundar þeirra um helgina, að þeir séu þess fullvissir, að hægt verði að vinna á fjármálakreppunni á 18 mánuðum. Heita þeir hröðum og ákveðnum aðgerðum til að þetta geti orðið.

Í yfirlýsingunni segja þjóðaleiðtogarnir m.a. að fjármálakreppan sé einhvert erfiðasta viðfangefni í efnahagsmálum, sem  þeir hafi þurft að fást við.  „Við munum bregðast hratt og af festu við væntanlegu samdráttarskeiði," segir síðan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK