Straumur stofnar fjárfestingarsjóð

William Fall.
William Fall. mbl.is/Kristinn

Straumur Burðarás áformar að stofna fjárfestingarsjóð til að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram á blaðamannafundi, sem William Fall, forstjóri bankans, hélt í dag. Sagði Fall, að vonast væri til að íslenskir og erlendir fjárfestar kæmu að sjóðnum, sem ætlað sé að aðstoða við uppbyggingu og endurfjármögnun íslenskra fyrirtækja.  

Sjóðurinn mun hafa sjálfstæða stjórn. Honum verður stjórnað á Íslandi og einbeita sér að fyrirtækjum í matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og tryggingastarfsemi. Straumur mun leggja verkefninu, sem nefnt verður Phoenix, til 40 milljónir evra, jafnvirði  7,3 milljarða króna. Sagði Fall að talsverður áhugi væri fyrir sjóðnum og hugsanlega verði framlög í hann allt að 500 milljónir evra, jafnvirði 90 milljarða króna.

Fall sagði, að innlendir og erlendir fjárfestar hefðu haft samband við bankann, „ekki hrægammar heldur fjárfestar til meðallangs eða langs tíma, sem sjá tækifæri í fjárfestingum og endurskipulagningu atvinnulífs á Íslandi," hefur Bloomberg fréttastofan eftir Fall. „Sumir eru reiðubúnir til að leggja fram verulegar upphæðir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK