Hætt við sölu á Storebrandbréfum Kaupþings

Hætt hefur verið við sölu á 5,49% eignarhlut Kaupþings í norska tryggingafélaginu Storebrand, sem boðuð var í gær. Í ljós kom að bústjóri Kaupþings í Noregi var andvígur sölunni. Gengi bréfa Storebrand hefur hækkað um 10% í kauphöllinni í Ósló í dag.

Dótturfélag Kaupþings í Noregi var sett undir skilanefnd þegar íslenska Fjármálaeftirlitið greip inni í rekstur móðurfélagsins á Íslandi. Þá gerði tryggingasjóður banka lögtak í eignum útibúsins en meðal þeirra eigna var stór eignarhlutur í Storebrand.

Í gær tilkynnti skilanefnd norska bankans 24,7 milljónir hluta yrðu seldar í svonefndri „book-building" sölu. Var sölutímabilið frá því að lokað var fyrir viðskipti í kauphöllinni í Ósló í gær og þar til viðskipti hæfust í morgun.

Fram kemur á vefnum Dagens Næringsliv, að í morgun sendi bústjórn norska Kaupþingsbankans hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem lagst er gegn sölunni. Því ákvað skilanefndin að hætta við.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK