„Ekkert má út af bera“

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

„Gert er ráð fyrir að innan fimm ára geti ríkissjóður skilað afgangi að nýju,“ sagði Bjarni Benediktsson,  formaður utanríkismálanefndar, í umræðum um þingsályktunartilllögu vegna lánafyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) á Alþingi áðan. Vísaði Bjarni þar í spá IMF fyrir íslenskan efnahag.

„Augljóslega mun spáin sæta stöðugri endurnýjun. Nú stendur vinna við gerð fjárlaga og á næstu vikum verður áfram unnið að gerð langtímaáætlunar í ríkisfjármálum,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt að áætlun sjóðsins væri til þess fallin að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og tilkynnti að meirihluti utanríkismálanefndar legði til að þingsályktun um lánafyrirgreiðslu hjá sjóðnum yrði samþykkt óbreytt.

470 milljarða halli ríkissjóðs
Áður hefur komið fram að halli ríkissjóðs til ársloka 2011 verður nærri 470 milljörðum miðað við spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar af er gert ráð fyrir því að halli ríkissjóðs á næsta ári nemi um 200 milljörðum króna. Fram hefur komið að fjármagna eigi hallareksturinn með útgáfu skuldabréfa innanlands.

Steingrímur J. Sigurðsson, formaður Vinstri grænna, efast um lánafyrirgreiðslu sjóðsins og hvort þjóðarbúið ráði við skuldbindingarnar. „Hverjar eru líkurnar á því að þjóðarbúið ráði við þetta? Þær eru ekkert alltof góðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir það sjálfur, í sínum skýrslum, að það megi í raun og veru ekkert út af bera, þá muni Ísland lenda í vandræðum með að standa við afborganirnar á láninu til sjóðsins,“ sagði Steingrímur. Hann vísaði til skýrslunnar: „Ef íslenska ríkið lendir í því að taka nokkrar viðbótarskuldbindingar á sig, t.d vegna þess að tjónið af falli bankanna verður meira, þá gæti Ísland lent í erfiðleikum við að endurgreiða lánin til sjóðsins. Það má semsagt ekkert út af bera til þess að þjóðarbúið yfir höfuð ráði við greiðslubyrðina,“ sagði Steingrímur.

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK