Söluferli í fjóra mánuði

Eignarhlutur Stoða, áður FL Group, í hollenska drykkjarvörufyrirtækinu Refresco hefur verið í söluferli í um fjóra mánuði undir stjórn Rothschild fjárfestingarbankans. Fjárfestingar- og umbreytingarfyrirtækin Blackstone og Lion Capital hafa sýnt áhuga á að kaupa eignarhlutinn.

Júlíus Þorfinnsson, talsmaður Stoða, staðfesti í samtali við Mbl.is að Blackstone og Lion Capital séu meðal hugsanlegra kaupenda á 49% eignarhlut Stoða í Refrosco, en eins og fram kom frá í Morgunblaðinu í dag, greindi breska blaðið Telegraph frá áhuga fyrirtækjanna.

Segist Júlíus vona að ekki sé langt í að samkomulag náist um sölu eignarhlutarins. Í ljósi stöðunnar hafi Refrosco borið skaða vegna erfiðrar stöðu Stoða og íslensks efnahagslífs, því sjái Stoðir það sem skynsamlega ráðstöfun að selja sem fyrst áður en skaðinn verði meiri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK