Íbúðalánasjóður lánaði 64,4 milljarða árið 2008

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs tæplega 6,7 milljörðum króna í desember. Þar af voru rúmlega 4,2 milljarðar vegna almennra lána og tæpir 2,5 milljarðar vegna leiguíbúðalána. Alls lánaði sjóðurinn um 17,0 milljarða á fjórða ársfjórðungi . Heildarútlán sjóðsins á árinu 2008 námu rúmum 64,4 milljörðum samanborið við 67,8 milljarða á árinu 2007.

Meðalútlán almennra lána voru um 12,4 milljónum króna í desember og er það aukning um 14% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í skýrslu frá Íbúðalánasjóði.

Heildarvelta íbúðabréfa í desember nam rúmum 56,2 milljörðum króna sem er aukning um 26% frá fyrra mánuði. Heildarvelta bréfanna nemur um 2.379 milljörðum króna á árinu 2008.

Í desember var samþykkt frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um húsnæðismál . Samkvæmt þeim er nú heimilt að lengja lánstíma skuldbreytingarlána Íbúðalánasjóðs sem gefin eru út vegna greiðsluerfiðleika í allt að 30 ár í stað 15 ár. Hámarkslánstími lána sjóðsins hefur verið lengdur úr 55 árum í 70 ár. Einnig er sjóðnum heimilt að leigja lántakendum sínum húsnæði sem það missir.

Þann 19. desember voru birtar áætlanir Íbúðalánasjóðs um áætlaða útgáfu íbúðabréfa fyrir árið 2009. Þar kemur fram að sjóðurinn áætlar að ný útlán verði á bilinu 49–57 milljarðar króna á árinu sem er nokkur lækkun frá áætlunum ársins 2008. Þar af er gert ráð fyrir að leiguíbúðalán verði 14-16 milljarðar króna. Áætluð útgáfa Íbúðabréfa á árinu er bilinu 36–44 milljarðar króna.

Greiðslur Íbúðalánasjóðs námu um 9,2 milljörðum króna í desember og voru afborganir íbúðabréfa stærsti hluti þeirra eða ríflega 7,5 milljarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK