Rekstur ríkissjóðs í jafnvægi árið 2013

Árni M. Mathiesen
Árni M. Mathiesen mbl.is/Ómar

Líða munu nokkur ár þar til rekstur ríkissjóðs verður kominn í jafnvægi, og gera má ráð fyrir að afgangur verði ekki á ríkisrekstri fyrr en árið 2013.
Þetta kom fram í máli Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, á Skattadegi Deloitte, sem fram fer í dag.

Segir hann að alþjóðlega kreppan, sem nú stendur yfir, muni líklega dýpka enn áður en úr rætist. Verið gæti að endurskoða þurfi skattakerfið þar sem ákveðnir skattstofnar, eins og fyrirtækjaskattar, gætu minnkað til muna á næstunni.

Lykilatriði við núverandi aðstæður sé að bregðast við á ábyrgan hátt. Þær aðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til af hálfu hins opinbera, eigi að auðvelda Íslandi að sigla í gegnum þann efnahagslega ólgusjó, sem landið býr við nú. Mikilvægt sé að leggja ekki of þungar byrðar á einstaklinga eða fyrirtæki.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK