Danskir bankar fá aðstoð

Helstu stjórnmálaflokkar Danmerkur samþykktu í kvöld aðgerðir, sem eiga að styðja við banka landsins. Fá bankarnir samtals allt að 100 milljarða danskra króna, jafnvirði um 2200 milljarða íslenskra króna lán hjá danska seðlabankanum.

Í yfirlýsingu frá danska viðskiptaráðuneytinu segir að markmiðið með aðgerðunum sé að mæta lánsfjárskorti hjá fyrirtækjunum og einstaklingum, sem geti að óbreyttu ekki fengið lánafyrirgreiðslu hjá fjármálastofnunum og fasteignalánasjóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK