Nær enginn hagvöxtur

KauphallarmIðlarar fylgjast með fjármálaupplýsingum, sem ekki hafa verið góðar síðustu …
KauphallarmIðlarar fylgjast með fjármálaupplýsingum, sem ekki hafa verið góðar síðustu misserin. Reuters

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) spáir því nú, að hagvöxtur verði aðeins 0,5% að jafnaði í heiminum á árinu. Gangi það eftir hefur hagvöxtur ekki verið minni frá því í síðari heimsstyrjöldinni. Samkvæmt spá sjóðins munu hagkerfi í Afríku, Asíu og Miðausturlöndum vaxa um 3-4% en 2-3% samdráttur verður í iðnríkjunum.

„Hagkerfi heimsins er að fara í djúpt samdráttarskeið," segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn í nýrri skýrslu Hefur spá sjóðsins breyst mjög á síðustu mánuðum en í nóvember spáði IMF 1,75% hagvexti að jafnaði í heiminum. 

„Þrátt fyrir víðtækar aðgerðir eru fjárhagserfiðleikar enn miklir og það dregur hagkefin niður," segir IMF. Segir í skýrslunni að útlitið sé afar óljóst. 

Samkvæmt spá IMF mun landsframleiðsla í Bandaríkjunum dragast saman um 1,6% á árinu, um 2% á evrusvæðinu öllu, 2,5% í Þýskalandi, 1,9% í Frakklandi, 2,1% á Ítalíu,  2,8% í Bretlandi og 2,6% í Japan.

Hins vegar er spáð 6,7% hagvexti í Kína, 5,1% í Indlandi og 0,3% í Rússlandi svo eitthvað sé nefnt.

Sjóðurinn býst hins vegar við betri tíð árið 2010.

Vefur IMF

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK