Varðhundurinn gefur út tilmæli til að liðka fyrir ríkisaðstoð

Mbl.is/Ásdís

Þrátt fyrir háværa kröfu um ríkisstuðning samtímis fjármálakreppu eru EFTA-ríkin bundin af reglum sem gilda um ríkissaðstoð auk reglna sem eiga að sporna gegn aðstæðum er hamla samkeppni.

ESA, eftirlitsstofnun EFTA, kynnti í dag um reglur um hvernig EFTA-ríkin (sem eru EES-ríkin auk Sviss) geti best staðið að fjárstuðningi við einkafyrirtæki, þ.á.m fjármálafyrirtæki, án þess að brjóta í bága við tilskipanir um ríkisstuðning. Ríkisstuðningur sætir takmörkunum í evrópskri löggjöf, enda felur sértæk löggjöf og aðstoð í sér brot á jafnræði.

ESA ítrekar að ríkisaðstoð á að vera opin öllum fyrirtækjum, einnig þeim sem eiga uppruna sinn utan EES-svæðisins. Jafnframt leggur ESA áherslu á að það sé óheimilt að bankar nýti sér opinberan fjárstuðning til þess að afla nýrra nýrra viðskiptatækifæra, þar sem það myndi setja heilbrigða samkeppni í ríkjunum úr jafnvægi.

Opinber stuðningur til banka í formi endurfjármögnunar á að vera bundinn við meðalhóf, þ.e bankar skuli styrktir eins lítið og mögulegt er og skal fjárstuðningurinn einnig vera skilyrtur til þess að sporna við aðstæðum sem hamla samkeppni. Jafnframt eiga EFTA-ríkin að tryggja að endurfjármögnun með aðstoð ríkisvaldsins sé aðeins tímabundin. Settar hafa verið sérstakar reglur um arðsemisgreiðslur til eigenda og þóknanir hjá bankastofnunum sem hafa verið endurfjármagnaðar með opinberri aðstoð.

ESA hefur jafnframt gefið út leiðbeinandi tilmæli um aðgang að fjármagni í fjármálakreppunni. Þessum tilmælum er beint til allra fyrirtækja. ESA mælist til þess að tímabundið geti EFTA-ríkin auðveldað ráðstafanir um nauðsynlega lausafjáraðstoð til fyrirtækja í formi ábyrgða, hagstæðra lánveitinga auk þess sem beinn fjárstuðningur telst ekki ríkisstyrkur svo ákvæði um ríkisstyrk eigi við um hann, ef hann er undir 500.000 evrum, en áður voru þau mörk miðuð við 200.000.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK