Hægt að rifta afsalssamningum

Sjö framkvæmdastjórar Kaupþings afsöluðu sér eignarhlutum sínum í húseignum í …
Sjö framkvæmdastjórar Kaupþings afsöluðu sér eignarhlutum sínum í húseignum í kringum hrun bankans. Árni Sæberg

Komi fram beiðni um greiðslustöðvun eða krafa um gjaldþrotaskipti einstaklings er hægt að krefjast riftunar á gjafagjörningum viðkomandi til nákominna einstaklinga.

Verður gjöfin að hafa verið afhent innan tveggja ára fyrir þann dag er krafa um greiðslustöðvun eða gjaldþrotaskipti er gerð. Í lögum um gjaldþrotaskipti eru makar og sambýlisfólk talið til nákominna í þessum skilningi.

Afsalssamningar og kaupmálar

Í frétt Sjónvarpsins í gær kom fram að þeir Jakob Bjarnason, Bjarki Diego, Hannes Frímann Hrólfsson, Ólafur Frímann Gunnarsson, Ingvar Vilhjálmsson, Frosti Reyr Rúnarsson og Þórarinn Sveinsson hefðu afsalað, með einum eða öðrum hætti, eiginkonum sínum eða sambýliskonum sínum helmingi húseignar sinnar. Á vísi.is í dag kom fram að Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefði gert slíkt hið sama. Fari svo að þessir menn verði gjaldþrota er hægt að gera kröfu um að þessum afsalssamningum verði rift.

Fram kom að afsalssamningar starsmanna Kaupþings voru gerðir á tímabilinu 31. ágúst til 8. október í fyrra, en í tilviki Þórarins  var nýtt húsnæði skráð á nafn eiginkonu hans, en eldra húsnæði höfðu þau átt í sameiningu. Kaupþing lagðist á hliðina aðfaranótt 9. október.

Sönnunarbyrði snýst við

Lögfræðingar, sem mbl.is ræddi við, segja að yrði slík riftunarkrafa gerð þyrfti skuldarinn að sýna fram á að annaðhvort hafi hann fengið eðlilegt verð fyrir eignina, eða að hann hafi verið gjaldfær þrátt fyrir gjöfina.

Í raun snýst sönnunarbyrði því við í þessum málum, því sá sem gerir kröfu um riftun þarf ekki að sanna að þrotabúið hafi orðið fyrir tjóni, heldur ber skuldaranum að sanna að svo hafi ekki verið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK